Þórunn Maggý Guðmundsdóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þórunn Maggý Guðmundsdóttir er íslensk kona sem sögð er hafa haft miðilsgáfu og fleiri dulræna hæfileika frá unga aldri.
Hún er sögð vera hálfleiðslumiðill og geta tekið við boðum frá framliðnum með meðvitund. Hún er sögð sjá framliðna og heyra í þeim og skynja ýmislegt tengt lífi þeirra. Hún er sögð færa „allítarlegar“ sannanir á miðilsfundum. Árið 1992 kom út bók um Þórunni, tekin saman af Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur, sem heitir Þórunn Maggý, miðilsstörf og vitnisburðir (Skjaldborg, Reykjavík 1992, ISBN 9979571225).
Þórunn hefur starfað hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands í um tvo áratugi.