Forsögulegur tími
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forsögulegur tími er tímabil í jarðsögunni skilgreint sem sá tími sem ekki eru til ritaðar heimildir um. Sem dæmi eru risaeðlur sagðar hafa verið uppi á forsögulegum tíma og hellisbúar eru sagðir forsögulegt fólk.
Í víðum skilningi mætti segja að forsögulegur tími hafi byrjað þegar alheimurinn myndaðist, en oftast er tímabilið sagt hafa byrjað þegar líf kviknaði á jörðinni.