FTP
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
FTP-samskiptareglurnar eða bara FTP (enska: File Transfer Protocol) eru samskiptareglur fyrir flutning gagna á milli tölva og er þetta einn elsti samskiptastaðallinn sem enn er í notkun. Hann tilheyrir notkunarlagi OSI netsamskipta módelsins.
FTP er átta bita biðlaraþjónustu samskiptastaðall sem getur meðhöndlað gögn án þess að þurfa breyta þeim (engin dulkóðun eða annað slíkt fer fram), aftur á móti er biðtími langur, þ.e. milli þess að skipunin er gefinn og gagnaflutningur hefst og einnig getur ískráning verið langdreginn.
[breyta] Yfirlit
FTP notar tvö port, port 21 og 20. Gögnin og skipanirnar sem fara á milli þjóna eða þjóns og biðlara eru aðskilinn, gögnin fara um port 20 á meðan að skipanirnar fara um port 21. Á meðan á gagnafærslu stendur ganga engar skipanir á milli og portið er aðgerðalaust, þetta veldur því, þar sem að eldveggir loka ónotuðum portum, að rof verður á sambandi.
------------- |/---------\| ||Notenda- || ----------- ||viðmót |<--->| Notandi | |\----^----/| ----------- -------------- | | | |/----------\| FTP Skipanir |/----V----\| ||Samskipta |<---------------->|Samskipta|| ||túlkur || FTP Samsvörun || túlkur || |\--^-------/| |\----^----/| | | | | | | -------- |/--V-------\| Gagna- |/----V----\| -------- |Skráa-|<-->| |<---------------->| |<--->|Skráa-| |kerfi | || DTP || straumur || DTP || |kerfi | -------- |\----------/| |\---------/| -------- -------------- ------------- FTP-Þjónn FTP-Þjónn/biðlari
DTP = Data transfer protocol