Garðar Jónsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Garðar Jónsson er íslenskur karlmaður sem fæst við miðilsstörf og er sagður hafa miðilsgáfu, þótt það hafi ekki verið staðfest með óyggjandi hætti.
Garðar stundar djúpleiðslu. Er þá sem „gömul kona“, Brynja að nafni, komi í líkama hans. Því er haldið fram að hún geti heilað viðstadda, með aðstoð þriggja framliðinna lækna, að sögn. Garðar heldur því fram að Páll Sigurðsson læknir (1892-1969) frá Lönukoti í Flóa, sem lengi starfaði á Landakotsspítala, og Guðmundur Karl Pétursson (1901-1970) læknir frá Hallgilsstöðum í Hörgárdal, starfi báðir í gegn um hann, auk norsks læknis.
Á eftir „Brynju“ kemur „Jóakim“, sem á að vera framliðinn Dani.
Garðar kemur víða fram sem miðill, bæði í djúpmiðlun og vökumiðlun. Biðlisti hans er sagður langur, eins og hjá fleiri miðlum.
[breyta] Tengill
- Heimasíða Garðars
- Um Garðar Jónsson á Andlegt.is