Heitur reitur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

- Fyrir þráðlausu nettenginguna má sjá: Heitur reitur (net).
Heitur reitur er í jarðfræði staður á yfirborði jarðar þar sem eldvirkni er mikil sökum möttulstróks sem af ber heita kviku úr iðrum jarðar upp að jarðskorpunni (sem af þessum sökum er þynnri en annarstaðar), um 50 heitir reitir eru þekktir, helstir þeirra eru Hawaii, Íslands og Yellowstone reitirnir.
Fyrirbærinu var fyrst lýst af kanadíska jarðvísinda og jarðfræðingnum John Tuzo Wilson í flekakenningu hans árið 1963, þar sem hann hélt fram að eldfjallakeðjur eins og Hawaiieyjar mynduðust sökum þess að jarðflekar færðust yfir fastan punkt (heitan reit) á löngum tíma á jarðsögulegum mælikvarða.