Hekatajos
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Um yngri sagnaritara að sama nafni, sjá Hekatajos frá Abderu.
Hekatajos frá Míletos (um 550-476 f.Kr.) var forngrískur sagnaritari. Hekatajos var af auðugum ættum. Hann ferðaðist víða en settist um síðir að í heimaborg sinni þar sem hann samdi rit um sögu og staðhætti þeirra staða sem hann hafði heimsótt. Hekatajos er sagður hafa verið nemandi heimspekingsins Anaxímandrosar.
Hekatajos er einn fyrsti klassíski höfundurinn sem minnist á Kelta.