John Hume
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John David Hume er írskur stjórnmálamaður, sem meðal annars stofnaði SDLP (Sósíalíska lýðræðissinnaða verkamannaflokkinn á Írlandi). Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1998 ásamt David Trimble fyrir að hafa stofnað til samningaviðræðna fyrir samning föstudagsins langa árið 1998, sem var raunsæ tilraun til þess að binda enda á um 80 ára ófrið á Írlandi.