Kynlíf
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kynlíf er þegar tvær manneskjur (kona og karlmaður eða karlmaður og karlmaður eða kona og kona) hafa samfarir eða veita hvort öðru fullnægingu eða kynferðislega örvun með öðrum hætti, svo sem með því að örva kynfæri hvort annars. Þetta er hægt að gera með ýmsum hætti, eins og með munnmökum, snertingu og svo framvegis. Kynlíf getur maður einnig stundað einn með sjálfum sér en það kallast sjálfsfróun. Einnig geta fleiri en tvær manneskjur tekið þátt í kynlífi og kallast það hópkynlíf.
Þegar fólk stundar kynlíf getur það sett sig í ýmsar stellingar bæði til þess að auka fjör og eins tilbreytingarinnar vegna, til þess að fá ekki leið á einni stellingu. Í kynlífi eru notuð alls konar leikföng til að gera kynlífið skemtilegra.
Viss áhætta fylgir því að stunda kynlíf, t.d. á því að smitast af kynsjúkdómi. Sumir þeirra eru ólæknandi. Einnig er hætta á óáformuðum getnaði hjá þeim sem nota ekki getnaðavörn eins og smokka en þeir draga verulega úr líkum á bæði getnaði og kynsjúkdómum. Aðrar getnaðarvarnir eru pillan, lykkjan og hettan auk annarra, en þær verja fólk ekki gegn smitsjúkdómum.