Sigríður Svavarsdóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sigríður Svavarsdóttir er íslensk kona sem er sögð hafa miðilsgáfu og hæfileika til heilunar af „guðsnáð“.[1] Hún er sögð geta hjálpað fólki „að losa um hindranir og vinna með tilfinningar sem valda sársauka“ og hagræða lífi sínu. Einnig er hún sögð geta skyggnst inn í framtíðina.
Sigríður hefur lært orkunudd sem er sagt byggt á hefðum nýsjálenskra maóría, DNA-heilun, svæðameðferð o.fl. Hún tekur einnig að sér fyrirbænir.