14. nóvember
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | ||
2006 Allir dagar |
14. nóvember er 318. dagur ársins (319. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 47 dagar eru eftir af árinu.
[breyta] Atburðir
- 1417 - Vopnahléssamningur gerður í Slésvík milli Kalmarsambandsins og greifanna í Holsetalandi.
- 1642 - Hollenski landkönnuðurinn Abel Tasman uppgötvaði Van Diemens-land sem síðar var nefnt Tasmanía.
- 1665 - Konungslögin um Einveldið í Danmörku undirrituð af Friðriki 3..
- 1894 - Sjómannafélagið Báran var stofnað í Reykjavík.
- 1917 - Staðfest voru lög um sjálfræði og fjárræði manna. Samkvæmt þeim urðu menn sjálfráða 16 ára og fjárráða 21 árs. Síðar lækkaði fjárræðisaldur í 20 ár þann 19. desember 1967 og í 18 ár þann 1. október 1979.
- 1930 - Hitaveita Reykjavíkur var tekin í notkun með 2800 metra langri heitavatnslögn frá þvottalaugunum í Laugardal. Þetta var fyrsta hitaveita á Íslandi og tengdust henni 70 - 80 hús, þar á meðal Sundhöllin og Landspítalinn.
- 1956 - Togarinn Fylkir sigldi á tundurdufl norður af Straumnesi og sökk. Öll áhöfnin bjargaðist um borð í togarann Hafliða.
- 1963 - Ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar tók við völdum og sat í tæplega sjö ár. Hún var hluti svokallaðrar viðreisnarstjórnar.
- 1963 - Surtseyjargosið hófst um klukkan sjö að morgni á Íslandi að staðartíma.
- 1972 - Dow Jones-vísitalan fór yfir 1000 stig í fyrsta skipti.
- 1983 - Tómas Guðmundsson skáld og rithöfundur lést 82 ára. Hann orti mikið um lífið í Reykjavík og hlaut því sæmdarheitið Reykjavíkurskáldið.
- 1985 - Hólmfríður Karlsdóttir var kjörin Ungfrú heimur (Miss World) 22 ára gömul.
[breyta] Fædd
- 1765 - Robert Fulton, bandarískur verkfræðingur og uppfinningamaður (d. 1815).
- 1840 - Claude Monet, franskur listamaður (d. 1926).
- 1907 - Astrid Lindgren, sænskur rithöfundur (d. 2002).
- 1944 - Björn Bjarnason, stjórnmálamaður.
[breyta] Dáin
- 1716 - Gottfried Wilhelm von Leibniz, þýskur stærðfræðingur og heimspekingur (f. 1646).
- 1831 - Georg Wilhelm Friedrich Hegel, þýskur heimspekingur (f. 1770).
- 1983 - Tómas Guðmundsson skáld og rithöfundur, 82 ára.
Mánuðirnir samkvæmt Gregoríska og Júlíska tímatalinu auk dagafjölda þeirra |
---|
Janúar (31) | Febrúar (28 (29 á hlaupári)) | Mars (31) | Apríl (30) | Maí (31) | Júní (30) | Júlí (31) | Ágúst (31) | September (30) | Október (31) | Nóvember (30) | Desember (31) |