Austrómverska keisaradæmið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Austrómverska keisaradæmið (oft einnig kallað Býsans) var ríki sem varð til þegar Rómaveldi var skipt í tvennt, árið 364. Hitt ríkið var kallað það vestrómverska. Fyrir hina formlegu skiptingu árið 364 höfðu þó verið tveir keisarar, einn fyrir hvorn helming ríkisins, síðan 293. Keisaradæmið var til allt fram til ársins 1453 (þó í nokkuð mikið smækkaðri mynd), þegar Tyrkir náðu loks höfuðborginni. Höfuðborg Austrómverska keisaradæmisins var Konstantínópel (sem áður hét Býzantíon). Það var helsta vígi austur-kaþólsku, enda patríarkinn í Konstantínópel opinberlega „fremstur meðal jafningja“ á því sviði.
Rómaveldi | breyta |
Stofnun Rómar | Rómverska konungdæmið | Lýðveldistíminn | Keisaratíminn | Síðfornöld | |
Vestrómverska keisaradæmið | Austrómverska keisaradæmið | |
Öldungaráðið | Rómarkeisari | Skattlönd |