Dúbæ
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dúbæ (arabíska:دبيّ, alþjóðlega hljóðstafrófið: /ðʊ-'bɪ/) er heiti bæði á furstadæmi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, og höfuðborg þess. Íbúar furstadæmisins eru 1.141.959 og þar af búa 1.137.376 í borginni. Furstadæmið er það næststærsta á eftir Abú Dabí. Sett hafa verið upp ýmis sérhæfð frísvæði í borginni, eins og Dubai Internet City fyrir fyrirtæki í upplýsingatækni. Borgin er þekkt fyrir manngerðar eyjar, eins og Pálmaeyjarnar og Heiminn.
|
|
---|---|
Abú Dabí | Adsman | Dúbæ | Fúdsaíra | Ras al-Kaíma | Sjarja | Úmm al-Kúvaín |