Spjall:Marteinn Lúther
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einhver breytti Biblíu í biblíu. Vill meina að b-ið skuli vera lítið. Það þykir mér nýnæmi. Auðvitað er um að gera að leiðrétta villur, en það er auðvitað alls engin villa að skrifa Biblía með stóru B-i. Þvert á móti, þó það sé auðvitað heldur ekkert vitlaust að skrifa biblía með litlu b-i.
--- Heimild mín er orðabók menningarsjóðs sem var gefin út árið 1963, svo að þetta nýmæli er orðið nokkuð gamalt...
- Svavar L
---
Það sem ég átti við með nýnæmi er ekki að rangt sé að skrifa Biblía með stórum staf. Það er vitaskuld ekki rangt, ekki frekar en að skrifa biblía með litlum staf. Hvort tveggja sleppur. Þess vegna breytti ég ekki aftur "lagfæringu" þinni. Til gamans fór ég að fordæmi þínu og fletti upp í orðabókum til að kanna hvernig orðið er skrifað þar.
- Íslensk orðabók, þriðja útgáfa (2002). Sýnt bæði með litlum og stórum staf. Þó er stór stafur jafnan notaður í skýringum.
- Stafsetningarorðabók (eftir Halldór Halldórsson). Stór stafur.
- Íslenska alfræðiorðabókin. Stór stafur.
- Íslensk samheitaorðabók (ritstj. Svavar Sigmundsson). Lítill stafur.
Sjálfur stafset ég Biblía með stórum staf enda sé ég ekki betur en að um sérnafn sé að ræða. Ég ætla hins vegar ekki að skipta mér af því hvernig aðrir kjósa að stafsetja það.
- Steinst (20. júní 2003, 14:50)