Ryðfrítt stál
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ryðfrítt stál er skilgreint í málmfræði sem járnmálmblanda með að minnsta kosti 10.5% króminnihald. Ryðfrítt stál, eins og nafnið gefur til kynna, ryðgar mjög lítið samanborið við venjulegt stál. Ryðfrítt stál hefur mjög gott þol við oxun (ryð) og tæringu í við mismunandi aðstæður. Það var fundið upp árið 1913 af Harry Brearley í Brown-Firth rannsóknarstofunni í Sheffield, Englandi. Hann hafði verið að rannsaka leiðir til að draga úr tæringu í byssuhlaupum, þegar hann tók eftir að prufa, sem að hann hafði hent, ryðgaði ekki.
Háu oxunarviðmóti við lofti, við staðalhitastig, er yfirleitt náð með því að bæta við meira en 12% (eftir þyngd) af krómi. Krómið myndar lag af króm(III)oxíði (Cr2O3) þegar það kemst í snertingu við súrefni. Þetta lag er of þunnt til að vera sjánlegt, sem þýðir að málmurinn helst gljáandi. Það er hinsvegar vatnshelt og loftþétt, sem að verndar málminn sem að liggur undir laginu. Einnig, þegar yfirborðið rispast, endurmótast þetta lag aftur. Þetta fyrirbæri er kallað óvirknun og sést einnig í öðrum málmum, til dæmis áli. Af þessum sökum, þegar ryðfríir stálpartar eins og til dæmi rær og boltar eru skrúfaðir saman, getur þetta oxíðlag skrapast af sem að veldir því að partarnir hreinlega soðna saman þar sem að oxíðlög þeirra snertast.