Spjall:SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
[breyta] Höfundarréttur á fimm ljósmyndum
Ég notaði einar fimm ljósmyndir sem ég tók af heimasíðu SFR - www.sfr.is - án þess að biðja um leyfi. Nú á ég ekki von á því að SFR kvarti, en ég er ekki alveg viss hvort þetta samræmist stefnu Wikipediu um höfundarrétt. Ef fólk telur að svo sé ekki, þá get ég haft samband við SFR og fengið leyfi hjá þeim til að nota myndirnar. Hvaða haldið þið? Vesteinn 01:51, 1 febrúar 2007 (UTC)
- Ef þú ert tilbúinn að hafa samband við SFR held ég að það væri sniðugast- bara svona til að vera öruggur ;] --Baldur Blöndal 01:54, 1 febrúar 2007 (UTC)
- Búinn að senda erindi, bíð svars. Vesteinn 10:25, 1 febrúar 2007 (UTC)
- Leyfi veitt. Vesteinn 11:30, 1 febrúar 2007 (UTC)
- Ég tók eftir umræðu annars staðar um óskýrt leyfi fyrir myndum, þar sem myndirnar með þessari grein voru nefndar sem dæmi. Það er best að ég útskýri leyfið sem ég fékk aðeins betur. Ég sendi tölvupóst til Jóhönnu Þórdórsdóttur, sem er fræðslustjóri SFR og sér um vefinn. Ég sagði henni að ég væri að vinna í þessari grein og baða hana að senda mér lógó félagsins í góðri upplausn til þess að nota með greininni. Jafnframt óskaði ég eftir heimild til þess að nota hinar myndirnar með greininni -- af Árna Stefáni, af Alþýðuhúsinu, af launamálaráðsfundinum, af félagamiðstöðinni og af sumarhúsinu. Jóhanna svaraði mér um hæl, sagði að það væri heimilt að nota myndirnar, og lét merkið fylgja með í tveim útgáfum, sem bæði sjást með greininni.Vesteinn 03:48, 16 febrúar 2007 (UTC)
- Leyfi veitt. Vesteinn 11:30, 1 febrúar 2007 (UTC)
- Búinn að senda erindi, bíð svars. Vesteinn 10:25, 1 febrúar 2007 (UTC)
[breyta] Nafn þessarar greinar
Ég átta mig ekki alveg á nafninu. Er þetta ekki bara slagorð "stéttarfélag í almannaþjónustu"? Ætti skammstöfunin ekki að vera SÍA? :) --Óli Ágúst 12:05, 1 febrúar 2007 (UTC)
- „SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu“ er nafnið sem aðalfundur 2004 valdi félaginu. Þar sem sumar ríkisstofnanir höfðu verið einkavæddar þótti gamla nafnið ekki lengur endurspegla hlutverk félagsins nógu vel, en vegna þess hvað skammstöfunin var mörgum töm, þá var ákveðið að halda í hana sem hluta af nýja nafninu. Þannig er „SFR“ í nýja nafninu ekki skammstöfun fyrir neitt. „Stéttarfélag í almannaþjónustu“ hljómar slagorðakennt -- og ég býst við að það sé hugsað þannig öðrum þræði -- en hins vegar á það líka að endurspegla hlutverk félagsins, þar sem félagar þess eru einmitt í þjónustu almennings, annað hvort beint undir ríkisstofnunum, eða samkvæmt þjónustusamningi ríkisins við sjálfseignarstofnanir eða einkavædd fyrrum ríkisfyrirtæki. Vesteinn 15:55, 2 febrúar 2007 (UTC)