Ár
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár er sá tími sem það tekur Jörðina að fara einn hring í kringum sólina. Lengd ársins er um 365,2422 sólarhringar. Vegna þess að árið er um það bil 1/4 degi lengra en sem heilum dögum nemur, byggist tímatalið þannig upp, að þrjú ár hafa 365 daga, en fjórða hvert ár (þegar ártalið er deilanlegt með 4) hefur einn dag aukalega, 366. Þetta fjórða ár er kallað hlaupár, og bætist aukalegi dagurinn við febrúarmánuð. Þó eru síðustu ár aldanna ekki hlaupár, nema þegar 400 gengur upp í ártalinu. Þannig var árið 1900 ekki hlaupár, en 2000 var það.
Árinu er ennfremur skipt upp í tólf mánuði, sem hafa misjafna lengd; ýmist 30 eða 31 sólarhringur, nema annar mánuður ársins, febrúar, hann hefur 28 daga, en 29 ef hlaupár er.
7 sólarhringar kallast vika. Í hverri viku eru fimm virkir dagar, og tveir frídagar, laugardagur og sunnudagur.
Dagar vikunar eru: sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur, föstudagur, og laugardagur. Þar af eru laugardagurinn og sunnudagurinn frídagar. Stundum er miðað við svokallaða vinnuviku og þá er mánudagur hafður fyrstur, en það er ekki í samræmi við aldagamlar hefðir, enda sýna íslensku daganöfnin þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur svo ekki verður um villst hvar vikan byrjar og endar.
- Mánuðir
- Hátíðisdagar á Íslandi
- Hátíðisdagar
- Almennir frídagar
- Dagatal