Ávöxtur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ávöxtur (eða aldin) er í grasafræði þroskað afsprengi egglegs plöntu af dulfrævingsdeild sem umlykur fræ hennar. Í matargerð á hugtakið hinsvegar oftast við þá ávexti sem eru sætir og holdugir, t.d. ferskjur, epli og appelsínur. Dæmi um afurðir sem eru ávextir samkvæmt grasafræðilegri skilgreiningu en eru ekki taldir sem slíkir í matargerð eru agúrkur, maís, pipar (t.d. chillipipar), hnetur, eggaldin og tómatar.
Afsprengi plöntu sem líkist ávexti en flokkast ekki sem slíkt er í grasafræði kallað skinaldin.
[breyta] Heimild
- Greinin „Fruit“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. október 2005.