Ólympusfjall (Grikklandi)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ólympusfjall (eða Ólympsfjall) er hæsta fjall Grikklands, 2.917 metra hátt, það er heimili guðanna í grískri goðafræði. Hæsti tindur þess heitir Mitikas, sem þýðir „nef“ á grísku.
Ólympsfjall er þekkt fyrir fjölskrúðuga flóru sína, ef til vill þá fjölskrúðugustu í Evrópu, með nokkrum staðbundnum tegundum.
Í grískri goðafræði er Ólympsfjall aðsetur Ólympsguðanna tólf, aðalguðanna í grískri goðafræði. Grikkir hugsuðu sér að þar væri kristalhallir þar sem guðirnir bjuggu, m.a. Seifur.
Orðsifjar og merking nafnsins Ólympus (Ólympos) eru óþekktar og hugsanlega er uppruni nafnsins ekki indóevrópskur.
[breyta] Heimild
- Greinin „Mount Olympus“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. október 2005.