Öfugt spurningarmerki
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Öfugt spurningarmerki (táknað ¿) er í spænskri og galisískri prentlist greinarmerki sem táknar byrjun spurningar. Helsta ástæða þessa er sú að í báðum málum er mjög sjaldan hægt að sjá á beyginga- eða setningafræði setninga hvort um spurningu er að ræða og tónfall ræður öllu um hvort spurningu eða fullyrðingu er að ræða. Þetta er því mjög til þæginda við lestur því það minnir lesandann á að breyta ítóni. Aðeins sú setning sem er í raun spurning er merkt með spurningarmerkjum, ekki heilar málsgreinar.
Á miðöldum voru öfug spurningarmerki stundum notuð til að tákna retorískar eða ósvaranlegar spurningar.