Þyrluþjónustan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þyrluþjónustan er íslenskt fyrirtæki sem leigir út þyrlur ásamt þyrluflugmönnum. Meðal þeirrar þjónustu sem fyrirtækið veitir eru pakkaferðir, kvikmyndatökur og þyrlukennsla. Fyrirtækið hefur yfir tveimur þyrlum, Bell 206L1 og Hughes 300C að ráða.
Þyrluþjónustan var upphaflega stofnuð árið 1989 af Halldóri Hreinssyni sem er einnig flugmaður hjá fyrirtækinu. Eigandaskipti urðu í byrjun árs 2006 þá varð Haukur Þór Adolfsson aðaleigandi og stjórnarformaður þess. Framkvæmdastjóri er Sigurður Pálmason, hann er einnig hluthafi í fyrirtækinu.
Þyrluþjónustan bauð uppá þyrlukennslu á árunum 1991-92 og síðan frá 1998 til 2004.