Π dagur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Vegna tæknilegra takmarkana er titillinn á grein þessari rangur. Rétti titillinn er π dagur.
Tveir dagar eru kenndir við π: π dagur og Nálgunardagur π, það er ekki haldið upp á þessa tvo daga sem hátíðisdaga.
[breyta] π dagur
14. mars er haldið upp á π dag. Ástæðan fyrir því að þessi dagur er valinn fram yfir aðra er sú að π námunduð að tveimur aukastöfum er 3,14, og þar sem mars er þriðji mánuðurinn varð fjórtándi þess mánaðar fyrir valinu.
Margur lætur þó ekki 14. mars nægja heldur skoðar π með fimm aukastöfum (3,14156) og heldur upp á daginn þegar fjórar mínútur vantar í tvö um nóttina (klukkan 1:56). Á tímapunkti þessum hefjast teiti í stærðfræðideildum ýmissa skóla víðsvegar um heim.
[breyta] Nálgunardagur π
22. júlí er svo haldið upp á Nálgunardag π. Þessi dagsetning er í sumum dagsetningarsniðum skrifuð 22/7 en brotið er algeng nálgun á π.