Afturvirk hömlun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Deilt er um hlutleysi þessarar greinar. Ástæðan er: vísað í eina tilraun? |
Ein ástæða fyrir því að við gleymum er hömlun. Þegar gleymska verður í skammtímaminni er það vegna þess að yngra nám hefur truflandi áhrif á eldra nám. Það er kallað afturvirk hömlun.
Jenkins og Dallenbackh gerðu tilraun á tveim háskólanemum árið 1924 þar sem þeir voru látnir læra utanað lista með tíu merkingalausum samstöfum. Svo var athugaður munurinn á því sem þeir gátu munað af listanum, annars vegar eftir að hafa einungis sofið á milli þess að læra hann og fara svo með hann nokkrum sinnum þegar þeir voru vaktir með reglulegu millibili, og hins vegar þegar þeir lærðu hann að morgni skóladags og þurftu svo að fara með hann nokkru sinnum yfir daginn.
Það kom í ljós að nemunum gekk mun betur að muna listann eftir að hafa farið strax að sofa. Það er vegna þess að þegar þeir voru vakandi barst þeim sífellt nýtt nám (utanaðkomandi áreiti) sem hafði truflandi áhrif á eldra námið (listana með samstöfunum).