Atómstöðin/Núlleinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Atómstöðin/Núlleinn (Atóm/Núlleinn) var stofnað við sameiningu auglýsingastofunnar Atómstöðvarinnar sem starfaði að hluta við vefhönnun og uppsetningu vefja, og hugbúnaðarfyrirtækisins Núlleinn á Íslandi, sem um tíma hafði stundað vefsmíði undir merkinu Disill. Fyrirtækin voru bæði upprunalega stofnuð árið 1999. Megináhersla Atóm/Núlleins í dag er þróun vefumsjónarkerfisins Disils, þjónusta, sérforritun, vef- og hugbúnaðarráðgjöf auk hönnunar og vinnslu margmiðlunar- og markaðsefns fyrir fyrirtæki.
Atómstöðin/Núlleinn er til húsa að Þingholtsstræti 27 í Reykjavík.