Augustus Meineke
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Johann Albrecht Friedrich August Meineke (8. desember 1790 - 12. desember 1870) var þýskur fornfræðingur og textafræðingur.
Meineke fæddist 8. desember árið 1790 í Vestfalíu. Hann kenndi bæði í Jenkau og Danzig (nú Gdańsk í Póllandi) en varð síðar skólastjóri Joachimsthal Gymnasium í Berlín og gegndi þeirri stöðu frá 1826 til 1856. Hann lést í Berlín 12. desember 1870. Meineke fékkst einnkum við grískar bókmenntir, gamanleikjaskáld og hellenískan kveðskap.
[breyta] Helstu ritverk
- Graecorum comicorum fragmenta (1839-1857)
- Aristophanes (1860)
- Analecta alexandrina (1843)
- Callimachus (1861)
- Theocritus, Bion, Moschus (3. útg., 1856)
- Alciphron (1853)
- Vindiciae strabonianae (1852)
- Strabo (2. útg., 1866)
- Stobaeus (1855-1863)
- Athenaeus (1858-1867).