Bónus (verslun)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bónus er íslensk keðja lágvöruverslana. Fyrsta Bónusverslunin var opnuð árið 1989 í Skútuvogi í Reykjavík af Jóhannesi Jónssyni og syni hans Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Fjöldi verslana er nú yfir 20 á Íslandi og fjórar í Færeyjum.
Árið 1992, eftir harkalegt verðstríð, keyptu Hagkaupsverslanirnar helmingshlut í Bónus. Fyrirtækin tvö sameinuðust ári síðar undir merki eignarhaldsfélagsins Baugur Group. Matvöruverslanirnar eru nú í eigu Haga sem er dótturfyrirtæki Baugs Group.