Bandaríska alríkislögreglan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bandaríska alríkislögreglan (enska: Federal Bureau of Investigation - FBI) er alríkislögregla, leyniþjónusta og aðalrannsóknarlögregla bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Alríkislögreglan sér um rannsóknir á glæpum sem ná yfir fleiri fylki.
Alríkislögreglan var stofnuð árið 1908 en núverandi nafn og hlutverk stofnunarinnar var mótað undir stjórn J. Edgar Hoover 1923 til 1972.