Bergsbók
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bergsbók er íslenskt handrit frá því um 1400. Í Bergsbók er saga Ólafs Tryggvasonar, saga Ólafs helga og nokkrir styttri textar og ljóð, flest tengd þessum tveimur konungum. Bergsbók er eina handritið með Ólafsdrápu Tryggvasonar og eina handritið þar sem Rekstefja er í fullri lengd og annað tveggja handrita þar sem Geisli er í fullri lengd.