Bingu wa Mutharika
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bingu wa Mutharika (fæddur 24. febrúar 1934) er malavískur stjórnmálamaður, hagfræðingur og núverandi forseti Malaví. Hann tók við embætti 24. maí 2004 af Bakili Muluzi.
Mutharika fæddist í Thyolo sem Ryson Webster Thom en á 7. áratug síðustu aldar breytti hann nafni sínu í Bingu Mutharika. Seinna bætti hann millinafninu wa inn í nafnið til að leyna sig Hastings Kamuzu Banda sem leitaði með logandi ljósi um allan heim eftir andstæðingum sínum.
Faðir Mutharika var kaþólskur grunnskólakennari heima í Thyolo og nam Bingu hjá föður sínum, en seinna meir fór hann til Indlands að nema hagfræði við Háskólann í Delí. Hann hlaut síðan PhD gráðu í hagfræði frá Pacific Western University í Los Angeles.
Hann starfaði við ríkisstjórn bæði Sambíu og Malaví eftir að hafa gegnt herskyldu í malavíska hernum. Hann komst á þing Sameinuðu þjóðanna árið 1978 og gegndi meðal annars embætti forstjóra viðskipta- og fjárveitinga-deildar Afríku.
[breyta] Heimild
- Greinin „Bingu wa Mutharika“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. apríl 2006.
Fyrirrennari: Bakili Muluzi |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |