Bjargtangar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bjargtangar er vestasti tangi Íslands (og jafnframt Evrópu) og ysti oddi Látrabjargs. Á Bjargtöngum er viti; hann var reistur árið 1948 en fyrsti vitinn var reistur þar árið 1913. Þar er sjálfvirk veðurathugunarstöð frá Siglingastofnun og er akfær vegur þangað. Út af Bjargtöngum er Látraröst, ein mesta og illræmdasta sjávarröst við Ísland, enda hættuleg í miklum veðrum. Fiskigengd er þar mikil og eftirsótt mið.