Bláa lónið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bláa lónið er lón á Reykjanesskaganum sem affallsvatn frá Hitaveitu Suðurnesja myndar. Samnefnt hlutafélagsfyrirtæki stofnað 1992 sér um rekstur baðaðstöðunnar og selur vörur tengdar henni.
Bláa lónið er nú einhver fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi bæði af innlendum og erlendum ferðamönnum. Lónið þykir vera heilsulind og er meðal annars notað við lækningu á sjúkdómnum psoriasis og ýmsum húðútbrotum og exemum. Lónið er einstakt að því leiti að einungis eru notaðir náttúrulegir þörungar til þess að hreinsa vatnið.