Braghenda
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Braghenda er bragarháttur og er aðeins þrjár línur. Kvæði geta þó byggst upp af mörgum braghendum. Aðeins önnur braglína og þriðja ríma. Braghenda skiptist í sex gerðir, en þær eru: braghenda, valhenda, stuðlafall, vikhenda, afhending og stúfhenda.
Hér eru tvö dæmi um braghendu:
Þegar ég mátti falla í faðm á fljóði vissi ég ekkert um mig lengur, aðrir skynja hvað þá gengur.
Sama er mér hvað sagt er á Suðurnesjum. Svört gleymskan söng minn hirði, senn er vor í Breiðafirði.
(Steinn Steinarr).