Notandi:Evarut
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Orðskýringar
Þetta eru orðskýringar sem tengjast lokaverkefni sem Eva Rut Ingimundardóttir og Bryndís Scheving skrifa vorið 2006 við Kennaháskóla Íslands. Verkefnið er um íslensku ullina, prjón, íslensku lopapeysuna og lopapeysumunstrin.
Keyta: Staðið hland
Hlóðir: Stór steinn ofan á tveimur öðrum (með bili á milli); hlaðið eldstæði
Tóskapur: Tóvinna, ullarvinna
Plögg: fatnaður
Snælda: handverkfæri, teinn (hali) úr tré með snúð úr tré, beini, steini eða blýi og hnokka úr eir eða járni á öðrum enda, nota til að spinna/tvinna band
Rúningur: taka ull af sauðfé (áður einkum að reyta með höndum en ekki klippa)
Vaðmál: Þykkofinn ullardúkur
Kambar: áhald til að kemba ull, ætíð notaðir tveir saman
Halasnælda: þráðarkefli í stignum rokki
Rokkur: handknúið eða fótstigið verkfæri með (all) stóru kasthjóli, til að spinna ull e.þ.h. og vinda þráðinn upp á snældu
Kljásteinn: steinn bundinn neðan í uppistöðu í vefstað til að halda henni strengdri
Vattarsaumur: Saumgerð einkum unninn úr ull með stórri nál og nálþræði af takmarkaðri lengd, lykkjur búnar til í hendi og þráðurinn dreginn í gegnum þær, myndaðar nýjar lykkjur og svo áfram, hafður í m.a. vettlinga