Fóbos
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fóbos er annað tveggja tungla Mars. Hann er nær reikistjörnu sinni enn nokkuð annað tungl í sólkerfinu, eða í undir 6000 km hæð. Fóbos er nefndur eftir syni Aresar, en Ares er hið gríska nafn guðsins sem Rómverjar nefndu Mars. Fóbos fannst 18. ágúst 1877 af Bandaríkjamanninum Asaph Hall, sem hafði einnig fundið Deimos nokkrum dögum áður, eða þann 12. ágúst.