Föll í íslensku
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Föll í íslensku |
Nefnifall Þolfall Þágufall Eignarfall |
Í íslensku eru fjögur föll, nefnifall, þolfall, þágufall og eignarfall. Auk þeirra má geta ávarpsfalls en í íslensku er ávarpsfallið aldrei frábrugðið nefnifalli og því er það einungis til sem greiningartæki sem er notað við setningafræðilega og málfræðilega greiningu málsins.
Föll eru mismundi form svokallaðra fallorða, en það eru þeir orðflokkar sem beygjast í föllum. Þeir eru nafnorð, lýsingarorð, fornöfn og raðtölur auk töluorðanna einn, tveir, þrír og fjórir.