Flötur (félag)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flötur er samtök stærðfræðikennara á Íslandi stofnuð 1992. Félagið heldur úti vefsíðu og gefur út blað, sem er málgagn félagsins og heitir það Flatarmál. Aðild að Fleti eiga allir stærðfræðikennarar á Íslandi, sem þess óska, án tillits til skólastigs. Á heimasíðunni segir svo meðal annars: „Markmið Flatar eru m.a. að veita stuðning við þróunarstarf á sviði stærðfræðimenntunar, að efla menntun stærðfræðikennara, að skapa vettvang fyrir umræður um stærðfræðikennslu og að veita kennurum stuðning við að takast á við ný og breytt viðfangsefni og vinnubrögð.“