Grallarinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grallarinn eða Graduale, Ein Almenneleg messusaungs Bok, Innehalldande þann Saung og Cerimoniur sem i Kyrkkiunne eiga ad syngiast og halldast hier i Landi, epter goodre og Christelegre Sidveniu, sem og vors Allra Naaduagasta Arfa-Kons og Herra, Kyrkiu Ritual er sálmabók sem gefin var út af Guðbrandi Þorlákssyni á Hólum árið 1589. Hún var notuð í kirkjum á Íslandi í um tvö hundruð ár eftir það og hafði mikil áhrif á messusiði. Grallarinn var sniðinn eftir Graduale eftir Niels Jesperssøn sem var prentuð árið 1573.