Spjall:Guð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Er hér ekki almennt verið að tala um guði, en ekki Guð "skapara himins og jarðar"? Gerum við ekki greinarmun þar á? --Óli Ágúst 14:55, 14 febrúar 2007 (UTC)
- Jú, hér er verið að tala almennt um guðshugtakið. Guð kristinna manna er bara einn guð af mörgum sem menn trúa á og dýrka, en þessi grein fjallar bara um hugtakið „guð“ og á bara að fjalla um það almennt. Í greininni er tengill á guð kristinna manna, eða öllu heldur guð abrahamískra trúarbragða, Jahve. Þannig að sá greinarmunur, sem þú spyrð um, hefur verið gerður. Það á bara eftir að skrifa greinina um Jahve. Kannski mætti bæta við greinina lista yfir vinsæla guði? (Jahve, Shiva, Visnu, Seifur, Þór og Óðinn ...?) --Cessator 19:07, 14 febrúar 2007 (UTC)
- Já sammála, ég setti inn þessa athugasemd áður en gerður var tengill á Jahve og fannst misskilnings gæta... :) --Óli Ágúst 10:07, 15 febrúar 2007 (UTC)