Héraðsvötn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Héraðsvötn er jökulá í Skagafirði. Á hún upptök sín í Austari- og Vestari-Jökulsám. Í miðri Blönduhlíð skiptast Héraðsvötn síðan í tvær kvíslar sem renna í sjó sitt hvoru megin við Hegranes. Kallast kvíslarnar Vestari- og Austari-Héraðsvötn.