Hóprænustig
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

hóprænustig (ens. gregaria phase) er það stig í lífferli engisprettna er þær hópast saman og verða að gróðureyðandi plágu.
Frá vísindalegu sjónarmiði hefur áttunda plágan í Gamla testamentinu verið afleiðing af hóprænustigi engisprettna.
[breyta] Áttunda plágan í Gamla testamentinu
Þá mælti Drottinn við Móse: "Rétt út hönd þína yfir Egyptaland, svo að engisprettur komi yfir landið og upp eti allan jarðargróða, allt það, sem haglið eftir skildi." Þá rétti Móse út staf sinn yfir Egyptaland. Og Drottinn lét austanvind blása inn yfir landið allan þann dag og alla nóttina, en með morgninum kom austanvindurinn með engispretturnar. Engispretturnar komu yfir allt Egyptaland, og mesti aragrúi af þeim kom niður í öllum héruðum landsins. Hafði aldrei áður verið slíkur urmull af engisprettum, og mun ekki hér eftir verða. Þær huldu allt landið, svo að hvergi sá til jarðar, og þær átu allt gras jarðarinnar og allan ávöxt trjánna, sem haglið hafði eftir skilið, svo að í öllu Egyptalandi varð ekkert grænt eftir, hvorki á trjánum né á jurtum merkurinnar.“
— Önnur bók Móse 10.12-15,.