Hobart
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hobart er höfuðborg ástralska eyfylkisins Tasmaníu. Hún stendur í kring um ósa Derwentár á suðausturhluta eyjunnar. Það eru tæp fimmtíu þúsund sem búa í borginni sjálfri, en ef nágrannasveitarfélög eru tekin með eru íbúarnir um 190 þúsund. Borgin var stofnuð sem fanganýlenda árið 1803 sem svo flutti 1804 þangað sem borgin er í dag (og er þar með næstelsta borg Ástralíu). Vegna staðsetningar sinnar óx borgin mjög hratt í tengslum við siglingar til Suðurskautslandsins og hvalveiðar. Þar eru í dag ýmsar menntastofnanir, svo sem Tasmaníuháskóli, elsta spilavíti Ástralíu og einnig elsta leikhús landsins. Þess má einnig geta að það var í Hobart sem Jörundur hundadagakonungur varði sínum síðustu ævidögum.
Áströlsk fylki, svæði og höfuðborgir: | ||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Höfuðborgarsvæði Ástralíu | Nýja Suður Wales | Norður-svæðið | Queensland | Suður-Ástralía | Tasmanía | Victoria | Vestur-Ástralía | |
Canberra | Sydney | Darwin | Brisbane | Adelaide | Hobart | Melbourne | Perth | |
Norfolkeyja | Jólaeyja | Kókoseyjar | Kóralhafseyjasvæðið | Heard- og McDonaldeyjar | Ástralska suðurskautssvæðið |