Hornstrandir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hinar eiginlegu Hornstrandir ná yfir allt svæðið norðan og vestan Skorarheiðar sem liggur úr botni Hrafnsfjarðar í Jökulfjörðum yfir í Furufjörð. Hornstrandir hafa verið friðland frá árinu 1975. Í flokki Hornstranda hér á Wikipedia eru talin með sem hluti af Hornströndum svæðin frá Furufirði og suður í Geirólfsgnúp að mörkum Ísafjarðarsýslna og Strandasýslu, ásamt eyðibyggðum í sunnanverðum Jökulfjörðum og Snæfjallaströnd við norðanvert Ísafjarðardjúp að Unaðsdal, þó þau sé ekki innan marka friðlandsins.
[breyta] Firðir og víkur í flokknum Hornstrandir
- Grunnavík
- Leirufjörður
- Hrafnsfjörður
- Lónafjörður
- Veiðileysufjörður í Jökulfjörðum
- Hesteyrarfjörður
- Aðalvík
- Rekavík bak Látur
- Fljótavík
- Hlöðuvík
- Hælavík
- Hornvík
- Látravík
- Smiðjuvík
- Barðsvík
- Bolungavík
- Furufjörður
- Þaralátursfjörður
- Reykjarfjörður nyrðri