Hrútafjörður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hrútafjörður gengur inn úr Húnaflóa til suðurs og er u.þ.b. 36 km langur. Næsti fjörður fyrir norðan hann er Bitrufjörður. Byggðin á vesturströndinni, Strandamegin, kallast Bæjarhreppur og er syðsta sveitarfélagið á Ströndum. Skráður íbúafjöldi í hreppnum er u.þ.b. 100 manns, sem hafa atvinnu af landbúnaði, verslun og þjónustu. Dálítið þéttbýli er á Borðeyri.
Við austanverðan fjörðinn var áður Staðarhreppur, en er nú hluti af Húnaþingi vestra. Þar er Reykjatangi þar sem er Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna og áður var rekinn Héraðsskólinn á Reykjum.
Mörk Stranda og Húnaþings og þar með einnig mörk Vestfjarða og Norðurlands liggja frá botni Hrútafjarðar með Hrútafjarðará uppá Holtavörðuheiði.