Hvarf
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvarf er árlag af seti eða setbergi.
Hvarf er komið af sænska orðinu varv sem vísar til hringrásar, í lögum. Hugtakið birtist fyrst sem Hvarfig lera (hvarfleir) á fyrsta korti jarðfræðistofnunar Svíþjóðar árið 1862. Upphaflega var hvarf notað til að lýsa aðskildum hlutum árlaga í seti jökulvatna, en á jarðfræðiþinginu árið 1910, lagði sænski jarðfræðingurinn Gerard De Geer (1858-1943) fram nýja skilgreiningu þar sem hvarf lýsir öllu seti sem verður til á einu ári. Nýlegri skilgreiningar eins og árlag, eru sambærileg við hvarf.
Af öllum hringrásarferlum sem lýst er í jarðfræði, eru hvörf einna mikilvægust og sérlega mikilvæg til rannsókna á fornloftslagsbreytingum. Hvörf eru meðal smæstu eininga sem þekkjast innan jarðlagafræðinnar.