Imperium (skáldsaga)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Imperium er söguleg skáldsaga um Cíceró eftir Robert Harris sem var gefin út árið 2006. Sagan er fyrstu persónu frásögn Tíró, ritara Cíceró, sem segir frá ævi hans. Sögunni var útvarpað frá 4. til 15. september 2006 í þættinum Book at Bedtime á BBC Radio 4 og var lesin af breska leikaranum Douglas Hodge. Stytt hljóðútgáfa er fáanleg á geisladiskum, Oliver Ford Davies les upp. Óstytt útgáfa er einnig fáanleg á geisladiskum en hún er lesin upp af Simon Jones.
[breyta] Lýsing
Cíceró fær Tíró lánaðan með sér í ferðalag sem ritara og einkaþjón. Eftir að hafa lært í Grikklandi ræðulist og heimspeki ferðast þeir aftur til Ítalíu þar sem Cíceró hefur einsett sér að gerast þingmaður. Til þess giftist hann til fjár og tekur síðan að sér erfitt mál gegn Verres, sem stjórnar Sikiley með harðri hendi, og þaðan af hefst sagan af hans miklu sigurgöngu og afrekum sem stjórnmálamaður.
[breyta] Tenglar
- „A little bit of politics“ (viðtal á ensku), Observer, 3. september 2006
- „Putting the past together“ (bókarýni á ensku), Guardian, 2. september 2006
- 'Digested read' (skopstæling á ensku) eftir Jim Crace
- „Der letzte Republikaner“ (viðtal á þýsku), Telepolis, 11. nóvember 2006