Inspector scholae
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Inspector scholae er titill sem notaður er fyrir formenn nemendafélaga í Menntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum í Reykjavík. Hann stendur vörð um hagsmuni nemenda og hefur með höndum alla almenna stjórnun félagsins.
Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa gegnt stöðu Inspectors í MR í gegnum árin og má þar nefna: Hannes Hafstein, Ásgeir Ásgeirsson, Davíð Stefánsson, Einar Olgeirsson, Þorstein Ö. Stephensen, Markús Örn Antonsson, Vilmund Gylfason, Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Þorstein Davíðsson, Dag B. Eggertsson og fleiri.