James Clerk Maxwell
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
James Clerk Maxwell (13. júní 1831 – 5. nóvember 1879) var skoskur stærðfræðingur og eðlisfræðingur. Hann er frægastur fyrir að hafa sameinað raf og segulkraftana í safn fjögurra jöfnuhneppa sem saman kallast jöfnur Maxwells. Einnig er hann frægur fyrir að hafa komið með tölfræðilega lýsingu á kvikfræðilegri hegðun atóma í formi Maxwell dreifingarinnar.