Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð er kór starfræktur af nemendum Menntaskólans við Hamrahlíð og er stjórnandi kórsins Þorgerður Ingólfsdóttir
[breyta] Saga
Kórinn var stofnaður í haustbyrjun árið 1967 en þá hafði Menntaskólinn við Hamrahlíð verið starfræktur í um það bil eitt ár.
Þorgerður Ingólfsdóttir stofnaði kórinn og hefur stjórnað honum æ síðan. Hún er brautskráður söngkennari frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og lærði einnig tónvísindi og kórstjórn í Bandaríkjunum.
Kórinn telur nú um 100 manns.
[breyta] Hamrahlíðarkórinn
Árið 1981 bættist nýr kór við tónlistarsögu menntaskólans. Sá kór var skipaður þeim sem voru brautskráðir en vildu síður hætta að vinna með Þorgerði. Sá kór er kallaður Hamrahlíðarkórinn á meðan hinn kórinn er kallaður Kór Menntaskólans við Hamrahlíð.
Kórinn syngur á öllum helstu hátíðum og athöfnum í skólanum, enda styður skólinn vel við bakið á kórnum.
Kórinn heldur reglulega tónleika og syngur einnig á Kleppsspítalanum og Borgarspítalanum.
Fjölmargir lagahöfundar hafa samið lög sérstaklega fyrir Hamrahlíðakórinn og má þar nefna Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal og Þorkel Sigurbjörnsson. Eins hafa fjöldamörg lög verið útsett fyrir kórinn.
[breyta] Heimildir
- Heimir Pálsson. 1997. Syngjandi sendiherrar. Menntaskólinn við Hamrahlíð 30 ára. Menntaskólinn við Hamrahlíð, Reykjavík. 67-85.