Flokkur:Klaufhalar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Klaufhalar (fræðiheiti: Dermaptera) eru ættbálkur skordýra af útvængjuyfirættbálki sem einkennist af stórum himnuvængjum (afturvængjum) sem klaufhalarnir brjóta saman undir leðurkennda framvængi. Afturbolur þeirra nær vel aftur fyrir vængina og endar nær alltaf á hala sem skiptist í tvo hluta sem líkjast oft skærum eða töng.
Klaufhalar eru næturdýr sem nærast á plöntuafurðum og blaðlús. Til klaufhalaættbálksins teljast um 1.800 tegundir í 10 ættum en ættbálkurinn er frekar lítill meðal skordýra, þrátt fyrir það eru klaufhalarnir nokkuð algengir og rata oft inn í hús þar sem þeir sjást oft þjótast yfir gólfin.
- Aðalgrein: Klaufhalar