Kolmunni
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kolmunni |
|||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Kolmunni á færeysku frímerki.
|
|||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|||||||||||||||
Micromesistius poutassou Antoine Risso (1826) |
|||||||||||||||
|
Kolmunni (fræðiheiti: Micromesistius poutassou) er hvítur fiskur af þorskaætt. Hann finnst í Norður- og Norðaustur-Atlantshafi, allt frá Svalbarða að strönd Norður-Afríku. Hann verður um hálfur metri á lengd og getur náð tuttugu ára aldri. Kolmunni var lítið veiddur fyrir 1980 en er nú orðinn mikilvægur nytjafiskur.