Kristín Eiríksdóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kristín Eiríksdóttir (f. 1981) er íslenskt ljóðskáld sem vakti mikla athygli fyrir ljóðabókina Kjötbærinn sem Bókaútgáfan Bjartur gaf út 2004. Síðan þá hefur hún gefið út eina ljóðabók, Húðlit auðnin, hjá Nýhil 2006, en ljóð eftir hana birtust einnig í safnritinu Ást æða varps sem Nýhil gaf út 2005.